Helgin...
Á föstudaginn steig ég uppúr sófanum og fór í Laugar að æfa, er enn að deyja úr harðsperrum en þetta var reyndar algjör snilld, ca 15 manns að æfa í allri stöðinni! Eftir 2 tíma æfingu var svo farið í pottinn, ótrúlega næs. Á laugardaginn var útskift úr háskólanum og ég fór í veislu til Helgu pæju mágkonu minnar sem er orðin læknir! Til hamingju Helga (veit ekki hvort ég á að óska þér eða Bigga og Gunnari meira til hamingju með þetta, hehe). Í veislunni át ég yfir mig af súkkulaðihjúpuðum jarðarberjum, ummmm! Svo fór ég líka í veislu til Kollu sem er sjúkraþjálfari og mikill snillingur, þar var djammað til morguns og partýið skildi meðal annars eftir sig stóra bláa kúlu á enninu á mér, massívar harðsperrur í kálfunum og "nettan" hausverk (en ég var alla vega ekki að fara að vakna kl 7 til að keppa í golfi eins og sumir)... en þvílík snilld - takk fyrir mig Kolla mín! Var ótrúlega öflug á sunnudaginn þrátt fyrir allt, skellti mér m.a. í Kringluna og var að vesenast útí garði og eitthvað.
Núna er ég að horfa á Sviss-Úkraína, vona auðvitað að Sviss vinni, leiðinlegur leikur... held ég skipti yfir á Grey's anatomy.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Þetta var ótrúlegt atriði sem varð til þess að kúlan myndaðist.
Hehe... ó, já!
Held að maður melti það svolítið með sér áður en Latsinn býður næst upp á Minell!!!!Ahahahahahahah.Annars var giggið gott og hlakka til þess næsta. Brjálaður hvað manni er spillt í Sódómu, kemur til að sigra golfheiminn en svo bara REVIS. Kveðja Gímaldið sem er búinn að taka kvittun upp á golfkennslu sunnan heiða
já, líst vel á golfkennslu þannig að ég geti hætt að missa kylfuna og henda henni útí loftið í stað þess að hitta í kúluna!!
Kúlan er á góðum batavegi... alveg að verða farin!
Skrifa ummæli