sunnudagur, júlí 02, 2006

Engin útilega!

Fysta helgin í júlí búin og engin útilega hjá mér! Reyndar fer ég yfirleitt aldrei í útilegu þessa helgi, fer frekar allar aðrar helgar. Elska útilegur en hef bara farið í 2 í sumar sem er ekki góður árangur á minn mælikvarða en júlí bara rétt að byrja svo það verður vonandi hægt að kippa þessu í liðinn. Bekkjarútilega fyrirhuguð í júlí sem verður snilld! Í lok júlí ætla ég svo að yfirgefa landið í 2 vikur og skella mér til Sviss að labba í Ölpunum með David og fleira skemmtilegu fólki sem ég var að vinna með!

Engin ummæli: