þriðjudagur, maí 16, 2006

Sólbrennd!

Ammm... það er búið að vera svo gott veður að mér tókst að brenna um helgina, náði samt líka í smá brúnku en aðallega samt freknur... er ekki að fíla það! Á laugardaginn var labbað, fórum eitthvert á Reykjanesið og löbbuðum útum allt, upp og niður endalaust yfir hóla og hæðir, alls 20 km. Lentum svo í einhverjum gaurum sem voru að skjóta... þetta lið er svo latt að það nennir ekki að taka nema 3 skref frá bílnum og útí vegkant og þar var bara skotið og skotið, svo liggja bara skothylki í þúsundatali útí vegkanti!! En þessi ganga var alveg brilliant og flott svæði. Núna tekur maður bara svona 2-3 Esjugöngur til viðbótar fyrir hnjúkinn. Allir að leggjast á bæn um að veðrið í Öræfum verði gott 26. maí!!

1 ummæli:

Guðný sagði...

Já, við getum ekki klikkað annað árið í röð!! (reyndar má kannski segja að tælandsferðin hafi verið útilegan okkar síðasta sumar, ekki slæmt það!!)