mánudagur, maí 22, 2006

Kuldi

Hvað er málið með þennan skítakulda? Var mikið að spá í að koma við í útilíf á leiðinni heim úr vinnunni og kaupa mér dúnúlpu!

Annars er mest lítið búið að vera að gerast, bara búin að vera að vinna og labba eitthvað smá. Euro partý á fimmtudaginn hjá Bi og Ei, agalega fínt. Á laugardaginn fór ég á Skeggja með pabba, það var hávaðarok og skítakuldi, snjóaði meira að segja á okkur en þetta var alveg eðalganga samt, elska þetta svæði. (Skil ekki af hverju fólk er eitthvað að röfla útaf Kárahnjúkavirkjun en enginn segir orð um Hellisheiðarvirkjun?????) Fór svo í fjölskylduboð og horfði á Eurovision.
Verð ég nú bara að segja að mér fannst íslenska atriðið bara fínt og skil ekki hvað fólk er eitthvað að röfla um að hún hafi ekki staðið sig nógu vel og bla bla, við kusum þetta atriði og ég hélt að það hefði verið til að gera grín, hélt fólk virkilega að Silvía Nótt myndi vinna eða? Þá má vel vera að hún hafi gengið of langt og allt það en mér fannst þetta bara fyndið, það hefði verið fyndnast ef Steinunn hefði verið í Silvíu gervi að lesa stigin, þá hefðu Grikkir endanlega haldið að við værum öll kolklikkuð hérna! Mér fannst þeir bara sjálfir dónalegir að vera að búa í tíma og ótíma, ekkert nema hommar og grænmetisætur eins og Júlíus myndi segja!

Stutt vinnuvika núna, fer á fimmtudaginn í Skaftafell og svo verður gengið á föstudaginn, lagt af stað kl 5 og þetta eru 12-15 tímar að fara upp og niður. Hlakka til...

Engin ummæli: