Góð helgi
Þetta var aktív helgi hjá Guðnýju litlu... eyddi öllu föstudagskvöldinu í að stilla gírana á hjólinu mínu því Guðný ætlar að hjóla í vinnuna í sumar!! Á laugardaginn fór ég á Esjuna með Ólöfu, kom svo heim og fór vesenast eitthvað í garðinum og svo fór ég til brósa að pússa ofna, alveg einstaklega skemmtilegt! Endaði daginn á grillveislu. Í morgun vaknaði ég svo fyrir allar aldir og fór að labba á Móskarðshnjúka með Ólöfu og gönguhópnum, undirbúningsganga fyrir Hvannadalshnjúk (það er víst ekki seinna vænna en að byrja að æfa fyrir það, ehemm) gengum á hnjúkana frá vestri til austurs, komum svo til baka hjá tröllafossi, heilir 16km! Það var geggjað veður og landslagið þarna er alveg magnað, maður verður að fara þetta aftur fljótlega og fara þá líka á Skálafellið í leiðinni eða Trönu eða eitthvað sniðugt. Annars tókst mér að dúndra tánum í stigann hérna heima núna áðan og núna er ein táin vel blá og andsk verkur í henni... eins gott að hún sé ekki brotin! Treysti því að laserinn geri góða hluti!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ja hérna!!!Gíma svimaði nú bara að heyra þessa 16km tölu. Það er eins gott að þið gönguhrólfarnir eru í góðu standi maður.Finnst þetta afbragð og öðrum til eftirbreytni. Gímaldið á alveg eftir að fá göngukennslu og bítta á því og golfkennslunni sem skulda og skulda. Kveðja úr iðrum Gímaldsins
Já, mér líst vel á þessi bítti.. annars erum við Ólöf alveg á fullu að labba þessa dagana, tökum þig með í sumar!!!!
Skrifa ummæli