
Á fimmtudagsmorgun var lagt af stað í Skaftafell, komum okkur fyrir og slökuðum á í eftirmiðdaginn. Veðrið var ekki gott, snjókoma og leit ekki vel út. Borðuðum rosa fína kjötsúpu og fórum svo snemma að sofa. Vöknuðum kl 4 á föstudagsmorguninn og gerðum okkur klár, fengum okkur hafragraut í morgunmat og lögðum svo í hann um 5. Veðrið var þá mjög fínt og leit bara vel út. Við fórum svo kallaða Sandfellsleið, mér skilst að virkisjökullinn sé ófær en sel það ekki dýrar en ég keypti það. Gangan gekk bara mjög vel, veðrið æðislegt, sól og logn. Fórum í línur í ca 1100m hæð en þá var orðið ansi hvasst og brekkan endalausa heldur tilbreytingarsnauð eitthvað. Komum svo uppá sléttuna og brunuðum yfir hana á góðu tempói. Þá var bara hnúkurinn sjálfur eftir, fórum þarna í brodda og tókum upp axirnar og héldum svo í síðustu brekkuna sem tók drullu mikið á og ég vorkenndi lærunum pínu! En upp fórum við og maður átti bara alveg slatta í poka inni ennþá!! Við fengum bara fínt skyggni a.m.k. í suður og vestur, í raun ekkert hægt að biðja um það betra (við vorum búin undir að vera í snjókomu og 10m skyggni eins og var daginn áður). Eftir myndatökur og gott fagn var svo haldið niður.
Um leið og við lögðum af stað fór veðrið að versna, það hvessti töluvert og skyggnið var mjög lítið svo við vorum mjög heppin að sjá eitthvað þarna uppi! Niðurleiðin varð nokkuð ævintýraleg og tók bara ekki síður á en uppgangan á köflum. Við vorum bara í því að fljúga á hausinn og detta í sprungur og læti en það gerði ferðina bara skemmtilegri, maður verður með nokkra bláa mynjagripi næstu vikuna eða svo;) Við komum svo loksins inn á mýkra svæði, fórum úr línum og broddum og þá var hægt að skokka niður restina af leiðinni. Eftir fleiri myndatökur og teygjuseremóníu var svo brunað uppí hús og við í sem vorum í svítunni komumst í heita og góða sturtu fyrir kvöldmat. Svo var tekið á móti okkur með freiðivíni og grilluðum lambalærum og öllu meðlæti og svo þessi æðislegi eftirréttur líka... yummy! Við átum og spjölluðum eitthvað frameftir og fórum svo að sofa. Á laugardagsmorgni var svo pakkað niður og við vorum lögð af stað í bæinn fyrir 10. Ferðin öll var alveg æðisleg, skemmtilegir ferðafélagar og gædarnir okkar frá íslenskum fjallaleiðsögumönnum voru mjög fín!

2 ummæli:
Já þetta er magnað afrek verð ég að segja hjá ykkur stöllum miðað við afleitt líkamlegt aftgervi ykkar hvað lungu og þrek varðar. Auk þess sem nammi rennur niður vélinda ykkar sem heitar lummur hvort sem um ís eða súkkulaði er að ræða.
Reyndar sá maður engar myndir frá leiðinni sjálfri svo að maður trúir því einna best að þið hafið tekið myndir uppi og niðri og ferðast svo með troðara þarna upp með nammi og Bailey´s við hendina.
Nei maður þarf að reyna að feta í fóstspor ykkar klifurmýslanna og koma sér upp hnjúkinn þótt líkamsumfangið sé hátt í 0,04 tonnum meira hjá Gímaldinu.
Vel gert stúlkur og til hamingju með þetta. Ég skála við ykkur við tækifæri til lífs og gleði og fyrir afrekum ykkar mjónanna
Kv. Gímaldið
LOL.... ég er hérna í kasti, orðið illt í maganum af hlátri!! Mæli samt með að þú kíkir á myndasíðuna mína;) Þú mannst að það er svo laugavegurinn um verslunamannahelgina!! Kv, Guðný
Skrifa ummæli