Vísindaferð...
Já haldiði ekki bara að ég hafi skellt mér í vísindaferð á föstudaginn! Sjúkraþjálfunarnemar voru auðvitað fljótir að komast að því að það vantar allt stuð þegar minn árgang vantar og í örvæntingu sinni buðu þau okkur með... svo við mættum niðrí Landsbanka þar sem vel var veitt að vanda og þaðan var haldið á Gaukinn en þar var auðvitað frír kútur etc. Spiluðum pool, horfðum á Idol og leystum heimsvandann... Annars gekk pool leikurinn ekki svo vel, við Tóta erum að pæla í að breyta fimmtudagshittingnum í pool og bjórkvöld í stað þess að horfa á baslarann (nýtt orð sem ég heyrði í þeim merka útvarpsþætti Reykjavík síðdegis). Vaknaði svo einstaklega hress á laugardagsmorguninn, náði í bílinn og brunaði svo uppí sveit með Bigga og Gunnari þar sem við höfuðm það gott, fórum í göngu, pottinn og þetta klassíska. Í dag er ég búin að vera að þvo, þrífa, taka til og vaska upp í ALLAN dag!! Bara gaman að því, fínasta líkamsrækt alveg! Var með housework songs diskinn í græjunum... það þrusuvirkar!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
hmmmm.... held þú verðir að lána mér þennan houseworks-song disk.... er það ryksugan á fullu og svoleiðis??? hehehehe
hehe... þetta er snilldar diskur, alls konar stuðlög... myndin á hulstrinu er af konu að ryksuga sem er farin að syngja í ryksugubarkann;)
Þokkalega vantar mig þennan disk.
Spurning um að þú kópíerir þennan ágæta disk og sendir okkur þreyttu húsmæðrunum ;) veitir ekki af á mínu heimili sko!!
Já... ég geri það, þetta er bara snilld!
Skrifa ummæli