mánudagur, mars 06, 2006

Á dögum eins og í dag er ég fegin að vinna ekki útivinnu!! Ógeðslegt veður, langaði bara að skríða undir sæng...

En á laugardaginn var geðveikt gott veður og minns labbaði á Mt. Esja. Það var alveg blankalogn uppá toppi, algjör snilld! Það merkilega við það var að uppá toppi á Esju hitti ég Láru bekkjarsystur úr MR, hef ekki hitt hana síðan í hittifyrra á reunioninu... hverjar eru líkurnar! Sérstaklega þar sem ég er búin að vera á leiðinni að hringja í hana í nokkrar vikur (hehe... eins og Ella getur alla vega borið vitni um þá er ég mjög léleg við það að hringja í fólk!!)

Nenni ekki að verða aftur veik þannig að farin uppí rúm með byrgðir af c-vít, sólhatti, neseril, snýtubréfum og bara you name it... hata þetta kinnholuvesen! Gute nacht

Engin ummæli: