sunnudagur, mars 19, 2006

Skattmann

Mars! Fínn mánuður, gott veður, daginn að lengja, allir í góðu skapi og svoleiðis EN skattframtalið er alltaf jafn leiðinlegt. Hingað til hefur það svo sem ekki verið nein stórkostleg vinna, mesta lagi tekið hálftíma að fylla það út og skila því (samt alltaf dregið fram á síðustu stundu, sótt um frest og svona...). Í ár er þetta aðeins flóknara og þó að endurskoðandinn sjái um þetta þá er það samt 10x meiri vinna en vanalega bara að finna til alla pappírana og gera allt ready til að fara með það til hans. Bara vesen að vera verktaki... það verða alla vega forvitnileg mánaðamót í ágúst... hef alltaf fengið fullt endurgreitt frá skattinum en ég held að þeir dagar séu taldir!!

En alla vega... þetta er búin að vera helgi matarboða. Á föstudaginn var ég í mat hjá Bigga&Helgu ásamt Reyni&Elvu, Sunnu&Sigurjóni og börnum. Mjög fínt, borðað, drukkið og spjallað, alltof langt síðan við hittumst síðast. Í gær var matarboð hjá mömmu og pabba, brúðkaupsplön í gangi, alla vega vínsmökkun;) Held að ég hafi verið búin að samþykkja að skreyta brúðartertuna, vera veislustjóri og gera boðskortin áður en kvöldið var á enda... Svo þurftum við líka að smakka nokkrar mismunandi uppskriftir að brúðartertu, ekki slæmt fyrir sælkera eins og mig...

Annars er ég enn þá eitthvað hálfslöpp og að kafna úr kvefi... tek til baka allar fullyrðingar um heilsuhreysti.

Engin ummæli: