miðvikudagur, mars 29, 2006

Ég, Tóta og Emil fórum í golf á sunnudaginn eftir námskeiðið... þetta mun vera ca 3 skiptið á ævinni sem ég prófa þessa merku íþrótt. Tóta var fínasti kennari (þar sem gímsi og latsi skrópuðu!!). Komst að einu sem er MJÖG gott tip fyrir byrjendur... að vera á annari hæðinni í básum!! Þetta gerir það að verkum að ef maður hittir illa og nær ekki að lyfta kúlunni þá svífur hún samt í loftinu og lookar ágætlega en ef maður hefði verið á fyrstu hæðinni þá hefði kúlan bara skoppað eitthvað á grasinu!!! Þetta virkar helvíti vel, alla vega hef ég aldrei verið betri í golfi en á sunnudaginn:)

Engin ummæli: