Frestunarárátta...
Hef oft djókað með að vera haldin frestunaráráttu en svo í morgun var verið að tala um þetta í útvarpinu, eitthvað um að fólk geymi allt fram á síðustu stundu af því að það fái síðan eitthvað kikk út úr því að hlutirnir reddist svo eða eitthvað álíka... alla vega leist mér ekki nógu vel á þetta þannig að í dag er ég búin að gera ýmislegt sem er búið að vera að fresta alltof lengi, t.d. búin að tala við endurstoðandann og koma af mér öllu skattadótinu, hringja í fullt af læknum, skrifa heilar 4 skýrslur og 1 langtímabeiðni, panta tíma í klippingu og augnlækni og bara alls konar... finnst ég hafa verið rosa dugleg!!!
Fór líka í ræktina í dag, var dugleg og hljóp í rúman hálftíma áður en ég fór í body pump. Verð nú bara að segja að Sporthúsið er alveg ótrúlega leiðinlegur staður... ef hlaupabrettin eru ekki biluð þá eru það bara einhver önnur tæki. Þessi blessuðu sjónvörp sem eru á öllum upphitunartækjum eru meira og minna alltaf biluð. Og hvað er hallærislegra en þrjár 14 ára stelpur saman í einkaþjálfun hjá Gilzenegger???
Jæja, hætt þessu röfli... annars er ekkert merkilegt í fréttum, mikið að gera bara (af því að ég bý mér alltaf til eitthvað...). Vikulegar Esjugöngur eru hafnar sem liður í Hvannadalshnjúksþjálfun. Við stelpurnar hittumst á vegamótum í vikunni (skamm þið anti-bachelor stelpur sem mættuð ekki) svo var tóta með partý á föstudaginn þar sem strákarnir voru í Thai boys hittingi (sorry strákar en þetta thai boys hljómar ekki svo vel, sé fyrir mér sævar í búningnum góða og gamla á g-strengnum). Það merkilegasta er að ég er búin með nálastungunámskeiðið, tók verklega hlutann um síðustu helgi þannig að núna get ég hætt að æfa mig á sjálfri mér og byrjað að stinga skjólstæðinga...
Ætla að vera heima í kvöld og hafa það gott, gerist ekki aftur fyrr en eftir páska. Talandi um páska var ég búin að segja að ég er að fara til UK og Parísar??? :)
Puss och kram
Guðný
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sælar!
Frestunarárátta... já, virðist kannast við þetta líka. En hafa ekki allir tilhneigingu til að fresta ýmsum "skítamálum" sem fólk nennir ekki að sinna, sbr.panta tíma hjá augnlækninum etc.
Anyways... Datt í hug að tékka hvort þú gætir gefið mér hugmynd um hvað sé hægt að kaupa í Bankok :o) (ætli sé hægt að fá td góða hlaupaskó? er ekki öll merkjavara hræbillig?). En það er farið að styttast í förina, sem er gaman; en það þýðir víst líka að styttist í prófin!!! Fu..
Sælar... Ég gæti talað svo mikið um þetta að ég held ég sendi þér bara e-mail;) Bara mánuður eftir... go girl!
Skrifa ummæli