Það eru allir sem ég þekki að fara til Köben í fyrramálið!! Ok, ekki allir sem ég þekki en mjög margir og skil ekki hvað ég var að pæla að fara ekki með. Ég og Gunnar Björn sætilíus besti frændi ætlum samt að gera alls konar skemmtilegt meðan restin er í útlöndum... vorum með Idol partý í kvöld, ótrúlegt stuð. Það er sko alveg full time prógram að passa, hætta fyrr í vinnunni til að sækja hann í skólann, læra heima, fara á sundæfingar og elda og ég veit ekki hvað og hvað!
Anyways... minns er í jólaskapi og er alveg að tapa mér í jóla hinu og þessu. Um síðustu helgi hvorki meira né minna en saumaði ég jólagardínur ALVEG SJÁLF! Líta meira að segja bara nokkuð vel út þótt ég segi sjálf frá! Svo er ég búin að baka milljón sortir af hinu og þessu... gallinn er að ég er farin að lifa á kökum, gæti sko verið með 10 manna fjölskyldu til að borða þetta allt saman en hingað til hef ég bara séð um það. Helgin á að fara í þrif, jólakort og eitthvað svoleiðs og langar líka til að baka sörur því það er algjörlega uppáhalds nammið mitt!!
13 dagar í jólafrí!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli