þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Engin jólapróf!!

Það eru ansi margir í prófum þessa dagana og ég er alveg að fíla það í botn að þurfa ekkert að spá í skólabækur og próf... t.d. núna er ég bara að horfa á sjónvarpið með öðru auganu og hanga í tölvunni með hinu, búin að fara í ræktina og alles í dag á meðan fólk situr sveitt og stressað yfir skólabókum fram á nætur!! Annars var ég að fá eina einkunn í pósti... út TOEFL prófinu sem ég fór í fyrir löngu, fékk 647 hvað sem það þýðir.... En þið sem eruð í prófalestri, gangi ykkur vel!

Engin ummæli: