Jólahlaðborðið...
Það var snilld, þvílíkt góð mæting, fínn matur og svoleiðis, ansi hreint troðið inná staðnum og við þurftum að bíða ansi mikið lengi eftir borðunumen annars bara mjög fínt! Það var mikið borðað af góðum mat og drukkið rauðvín og fínerí. Elska innbakað naut! Síðan lá leiðin á Óliver þar sem tjúttbomsurnar komu að góðum notum en ég var nú barasta komin heim uppúr 2... veit ekki hvort þetta er ellimerki eða hvað???
Annars er ég líka búin að þeytast í fullt af búðum, gera laufabrauð, baka smákökur, þrífa, skreyta og baka tvær tertur um helgina...
Það er brjálað að gera í vinnunni þessa dagana (fyrir utan það að fólk mætir ekki eða mætir á vitlaustum tíma eða eitthvað ógáfulegt!) En elska samt vinnuna mína, maður kynnist alls konar fólki og skemmtilegum týpum og lendir í furðulegustu hlutum... þetta er mjög fjölbreytt og skemmtilegt... algjörlega starf fyrir mig!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli