Um helgina fór ég á Árbæjarskóla reunion en það munu víst vera 10 ár síðan maður útskifaðist úr þeim merka skóla. Flest af þessu fólki hef ég ekkert hitt síðan þá þannig að það var mjög fyndið að sjá alla og ég þekkti ekki helminginn af fólkinu sem sagði hæ fyrr en það kynnti sig!! Verð víst seint talin mjög mannglögg!
Um helgina var líka axlarnámskeiðið sem var mjög lærdómsríkt, bíð spennt eftir næstu öxl til að nota allt sem ég lærði. Svo átti Gunnsi sæti besti frændi afmæli á laugardaginn, er orðinn 7 ára takk fyrir!!
Annars er ég búin að vera hálf-lasin og er enn þá að drepast út kvefi en frekar vil ég fá kvef og hita 10x en eina ælupest svo ekki kvarta ég!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli