miðvikudagur, september 28, 2005

Búin að endurheimta íbúðina mína!!

Lánaði hana nefnilega alla síðustu viku þegar bróðir hans pabba var á landinu en hann býr í Þýskalandi. Vá hvað það er gott að vera komin aftur í holuna mína... það er ákveðið átak að flytja aftur til mömmu og pabba... ekki það að ég bý náttúrulega enn þá hjá þeim svona strangt til tekið en you know what I mean! En það var gott að komast aftur í rúmið sitt... svaf meira að segja í alla nótt og var ekki með neinn bakverk í morgun sem er gott mál. Síðasta vika fór voðalega mikið í einhver fjölskylduboð og svoleiðis dótararí. Fór á symphoníutónleika á föstudagskvöldið sem voru rosa fínir. Á laugardaginn átti pabbi afmæli, familían kom í grillpartý og svo fórum við öll á Fylkisballið. Um næstu helgi er ég að fara á axlarnámskeið... þannig að ef ykkur verður illt í öxlinni þá verð ég orðin geðveikt klár í því eftir helgi... heheheh

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hei mér vantar einmitt vitneskju um öxlina. Handbolta axlarvesen.
Takk fyrir vinnuvist. infóið skvísa
Bið að heilsa, kolla

Guðný sagði...

Ha... bíddu við, celebrity hvað... ég er alveg ekki með á nótunum!

Guðný sagði...

Núhh... maður bara orðinn frægur...