Lasarus...
Ég er búin að vera ansi slöpp og tussuleg eitthvað síðustu vikurnar þannig að ég lét mig hafa það að fara til læknis í föstudaginn. Hann lét mig fá alls konar pillur og drasl og nú er ég bara öll að koma til... miðað við hvernig ég var á föstudaginn þá líður mér eins og ég gæti hlaupið maraþon í dag. En djöfull er dýrt að vera veikur... hefði getað flogið aðra leið til London fyrir peninginn!!
EN það sem ég vildi segja ykkur er að ég er að fara til Englands eftir tæpar 2 vikur og pundið er 108 kr!! Við erum að tala um það að ég ætla í búðir og versla MIKIÐ!!!!!!!!!!!!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Suss, ekki nógu gott að vera lasin... En gott þú ert að ná þér :)
Góða skemmtun í UK... ég styð allt shopping heils hugar! heheh
Skrifa ummæli