Eruð þið að fokking grínast í mér með veðrið???
Ég hélt ég myndi frjósa föst við stýrið á leiðinni í vinnuna í morgun... svo mætti ég meira að segja hálftíma of snemma í vinnunna. Við erum að tala um það að ég er marg búin að taka tímann hvað maður er lengi á leiðinni... akkúrat 12 mínútur. Þannig að ef ég á að mæta kl 8 þá fer ég á fætur 7.20, búin að reikna nákvæmlega út hvað ég er lengi að gera allt á morgnana svo ég þurfi ekki að vakna mínútu of snemma... bömmer!!! En svona dagar eru samt voða kósi... hanga uppí sófa undir teppi með kertaljós og horfa á góða mynd og svona...
Ég er komin í svo mikið jólaskap að þið mynduð ekki trúa því... bíð eftir að geta byrjað að spila jólalögin og um helgina og ætla ég að fara að föndra jólakort alls konar... langar meira að segja að fara að skreyta... held að þessi furðulega jólatilhlökkun tengist eitthvað því að ég var útí Englandi um jólin í fyrra og "missti" af öllu. David ætla að vera hér um jólin í ár, get ekki beðið!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hehe... ó jú! Er alveg komin í djammgírinn, hvernig væri að taka bara næstu 4 helgar í þetta??
Skrifa ummæli