Komin heim!
Ferðin var auðvitað bara snilld... maður ætti að gera þetta oftar!! Ég fór til Winchester, Southampton, Bournemouth og London, hitti fullt af fólki, skoðaði fullt og kíkti í búðir;) Allir hressir úti. Það var komin nett jólastemming í búðirnar og svoleiðis. Ég verslaði svona smá, vinnuföt og spariföt, geisladiska og alls konar smotterí. Keypti t.d. einn geisladisk sem heitir Housework songs sem gerir víst þrifin mun skemmtilegri en áður og það verður spennandi að sjá hvort það verður alltaf hreint hjá mér héðan í frá!! Svo keypti ég líka SigurRós sem er á fullu í græjunum núna, cool diskur. Southampton er mjög skemmtilegur staður, sæmilega stór borg en miklu rólegri en london. Í Bournemouth kíkti ég á ströndina, í bæinn og kíti líka í skólann sem ég var einu sinni í og húsið sem ég bjó í, mjög gaman að koma þangað aftur. Í London fórum við í BlueWater og versluðum, það er risa verslunarmiðstöð svona american style. Verðrið var svaka fínt, ca. 13-17° hiti þessa daga og svona nokkurn vegin stuttermabolsveður. Það var þokkalega kalt að koma útí bíl í morgun!! Jæja, best að fara að glápa á imbann...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Mér líst mjög vel á að fara að hittast... koma lífi í bachelor hittinginn o.þ.h.
Láttu þér batna, magakveisur eru það versta sem ég veit!!
Skrifa ummæli