Helgin...
Ætlaði í útilegu en sökum leti og rigningar hætti ég við... sem er auðvitað ömurlegasta afsökun sem til er, ánægð með ykkur hetjurnar sem voruð í tjaldi!! Á laugardaginn fór ég á Úlfljótsvatn að leita að týndum kanó... sem fannst við Ölfusvatn. Okkur Bigga datt í hug að sigla honum til baka í brjáluðu roki og rigningu... sjóferðin endaði þó fljótt og við vorum ansi blaut það sem eftir var dagsins. Annars var bara legið í leti um helgina (sem er ansi gott svona inná milli), ég horfði á milljón myndir og sjónvarpsþætti á dvd, sofnaði samt yfir öllum nema Million Dollar Baby sem var fín.
Um næstu helgi ætla ég samt alveg definatly í útilegu, held að Skaftafell komi sterkt inn. David er í heimskókn, er að pæla í að fara með hann að skoða einhverja túristastaði og eitthvað....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)


3 ummæli:
rigning hvað.........engin rigning hjá mér um helgina nema á mánudeginum (",)
jæja, ætli ég verði þá ekki að viðurkenna að það var bara leti og ekkert annað!!! En stefnan er sett á hálendi íslands um næstu helgi!
Krilla og Hössi og kannski Inga og Gummi ætla í Þórsmörk um helgina. Þið eruð velkomin með sko.
Skrifa ummæli