þriðjudagur, júlí 26, 2005

Brjálað að gera...

Síðustu vikuna hef ég haldið mig hér og í vinnunni til skiptis. Gæti keyrt nesjavallaleiðina blindandi nú orðið!! Landsmótið var mjög vel heppnað og æðislegt veður, ég fann meira að segja sólbrúnkuna mína að hluta til á Úlfljótsvatni á laugardaginn.

Í dag er ég búin að vera ótrúlega dugleg, sló grasið, þvoði bílinn, þvoði fullt af þvotti, vaskaði upp, vökvaði, fór í Hraunbæinn, eldaði og ég veit ekki hvað og hvað... elska sumrin, fæ alltaf fullt af einhverri aukaorku sem ég veit ekki hvaðan kemur.

Annað kvöld er ég að fara að sjúkraþjálfarast með Fylki... eins gott að það gerist ekkert stórvægilegt í leiknum sem er víst sýndur í sjónvarpinu!! Ég verð eitthvað með Fylkisstrákana á meðan Joost er í sumarfríi, það eru einhverjir 3 leikir eða svo.

Um verslunarmannahelgina var planið að fara á Snæfellsnesið eða Strandirnar... veðurspáin er ekkert sérlega spennandi þannig að ég held ég sjái bara til, langar ekki að hanga heima!! Staðalbúnaður í bílnum mínum þetta sumarið er svefnpoki, tjalddýna, gönguskór og útivistarföt svo það er alltaf hægt að skella sér eitthvað án nokkurs fyrirvara!

Engin ummæli: