þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Biggi litli besti bróðir á afmæli í dag... til hamingju!!! Ég var að koma úr massa afmælisveislu hjá Bigga og Helgu, borðaði að sjálfsögðu yfir mig af kjúklingarétt og kökum;)

Um helgina fórum við í Borgarfjörðinn og á Snæfellsnes. Byrjuðum í Tunguá þar sem pabbi var að veiða, fórum svo með Bigga og Helgu á Snæfellsnesið, keyrðum hringinn og ég kíkti á heimabæinn hennar Ólafar.... Ólafsvík! Mig minnti nú einhvern veginn að þetta væri svolítið stærra place:) Við fórum á jökulinn og það var svo brjálað veður að ég fauk... án gríns þá bara tókst ég á loft í rokinu og endaði svo liggjandi í einhverri klessu. Við keyrðum svo í heimabæinn hennar Ellu gellu, Stykkishólm þar sem við tjölduðum og grilluðum massa steikur etc. Drifum okkur svo í bæinn um hádegisbilið á sunnudaginn þar sem ég þurfti að mæta á Fylkisleik seinni partinn.

Um næstu helgi ætlum við aftur í útilegu... Skaftafell er staðurinn en svo þarf ég að mæta á Fylkisleik í Grindavík seinni partinn sem er ekki jafn spennandi!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hó!
Líst þér ekki vel á bæinn??? Þúsund manns er nú alveg slatti.... humm kannski þess vegna sem mér finnst Reykjavík yfirþyrmandi... allavega.. þyrftum alveg fleiri í Víkina...
kpk
Ólöf