Eruð þið að grínast í mér með þetta veður... það hvín svo hérna í húsinu (vinnunni sko, ekki heima hjá mér) að það hálfa væri helmingi meira en nóg! Ég er búin að vera að hugsa um það í allan dag hvað mig langi til að komast heim og undir sæng að lesa og hlusta á veðrið;)
Síðasta helgi var algjör snilld. Ég brunaði í Skaftafell strax eftir vinnu á föstudaginn. Stoppuðum við Seljalandsfoss á leiðinni og fengum okkur kakó og kex ala horrenglurnar;) Vorum komin í Skaftafell eitthvað um hálf ellefu held ég og þá grilluðum við kvöldmat, drukkum öl og höfðum það gott, veðrið var alveg geggjað, 17° hiti og alveg blankalogn. Á laugardagsmorguninn löbbuðum við um svæðið, kíktum á Svartafoss og löbbuðum eitthvað lengra og skoðuðum Selið og ýmislegt. Keyrðum svo í Jökulsárlón eftir hádegið en þá fór nú eitthvað aðeins að rigna. Við keyrðum svo í bæinn um kvöldið og komum heim seint og um síðir. Á sunnudaginn tók ég síðasta fótboltaleikinn minn og hann endaði með tapi eins og hinir þannig að ég hef ákveðið að þetta sé alveg greinilega merki um það ég eigi ekki að mæta á leiki... ef Fylkir vinnur næsta leik þá er málið útkljáð.
Annars er bara búið að vera brjálað að gera, mikið að gera í vinnunni og samkvæmislífinu;) og gönguhópurinn er enn uppá sitt besta, tókum eina göngu á Grímmannsfell í síðustu viku og við förum líka eitthvað í þessari viku þrátt fyrir rigningu og rok, að sjálfsögðu eru allir velkomnir með!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli