Orðin sjúkraþjálfari
Það er mjög skrítið að segjast vera sjúkraþjálfari þegar einhver spyr, það er einhvern veginn öruggara að segjast bara vera nemi í sjúkraþjálfun!! Útskriftin var á laugardaginn, athöfnin alveg hræðilega löng og leiðinleg en svo komu nokkrir vel valdir í grillveislu til mín sem var rosa skemmtileg. Takk fyrir mig! Bekkurinn hittist svo um kvöldið og við skelltum okkur á Nasa og röltum eitthvað um bæinn, rosalega gaman að hitta alla eftir Tælandsferðina!
Ég er enn þá í sumarfríi, byrja ekki að vinna fyrr en á föstudaginn! Er eiginlega komin með leið á því að vera heima að gera ekki neitt þar sem allir sem ég þekki eru að vinna á milljón! Samt er líka stressandi að vera að fara að vinna og eiga allt í einu að kunna allt!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli