fimmtudagur, júní 23, 2005

Það tekur tíma að komast úr Tælandsfílningnum... ég fór í Kringluna í dag og fékk nett hjartaáfall yfir þvi hvað allt var ógeðslega dýrt, Thai skór kosta 6000 kall en við borguðum eitthvað um 500 baht. Svo finnst mér allur bjór vera viðbjóðslega vondur síðan ég kom heim, LANGAR Í SINGHA!! Það ætti hins vegar að vera nokkuð megrandi að hætta bara að drekkja bjór alfarið og lifrin getur þá jafnað sig eftir yfirvinnuna þannig að þetta er kannski bara hið besta mál.

Fór í golf í fyrradag og er þar með búin að prófa að gera mig að fífli á golfvelli... bara gaman að því... Sævar minn, þú átt mikið verk fyrir höndum þegar þú kemur í bæinn ef við ætlum í golf í reunion útskriftarferðinni!!

Annars var ég að horfa á Madagaskar á dvd, fínasta mynd bara... en ekki í svo góðum gæðum, greinilega tekin upp í bíó og það tekur vedeocameruna smá tíma að fókusa á hröðu atriðin!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með útskriftina í gær skvísa.

Guðný sagði...

Takk, takk!