miðvikudagur, júní 29, 2005

Ég horfði á Kastljósið um daginn og það var verið að tala um að 6 mánuðir væru liðnir frá flóðbylgunni í Indlandshafi og svo var verið að þakka Íslendingum fyrir að hafa gefið fullt af pening og eitthvað. Þegar maður er nýkominn heim frá Tælandi þá finnst manni bara hallærislegt að fólk haldi að það geti "bara" gefið pening því þá verði allt í lagi og fólk geti bara gleymt þessu... vissulega hjálpuðu þessir peningar helling við að koma í veg fyrir frekara manntjón og allt það en það er svo langt frá því að hlutirnir séu að verða komnir í lag. Þúsundir barna eru munaðarlaus, fólk býr í tjöldum, á ekki krónu með gati, veit ekkert hvað mun verða um það o.s.frv. Innfæddir hafa ekki hugmynd um hvort þeim hefði borist aðstoð frá þessum söfnunum um allan heim og Íslendingar halda að það sé allt í lagi þarna... Varð bara aðeins að pirra mig á þessu!

Annars getið þið kíkt á þessa síðu, það er meira að segja mynd af sæta Tælendingunum...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ, hæ.
Takk fyrir að skrifa í gestabókina, alltaf gaman að sjá hverjir eru að skoða síðuna :)
Gaman að geta líka kíkt á síðuna þína, það hefur verið æðislegt hjá þér í Thailandi!
Bestu kveðjur til allra