föstudagur, maí 20, 2005
Ef einhver hefði spurt mig fyrir svona 2 árum þá hefði ég sagst vera mjög skipulögð en í vetur er ég búin að komast að því að ég er alveg einstaklega óskipulögð... í þessari viku tókst mér t.d. að mæta í vinnuna á frídegi, gleyma að mæta í vinnuna þegar ég átti að mæta, eyða svona 2 klst í að leita að hús- og bíllyklum og ýmislegt fleira í þeim dúr. Þessa stundina er ég svo að þvo fötin sem ég ætla að taka með mér til Tælands.... og ég legg af stað út á flugvöll eftir 7 klst! Þá tekur við 13 klst flug til Bangkok! Það er loksins komið að þessari merku ferð... og það verður geðveikt gaman!! Hafið þið það nú gott á klakanum... ykkur til huggunar er spáð þrumuverðri í Tælandi næstu 10 dagana! ADIOS
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli