fimmtudagur, maí 19, 2005

Búin að binda inn BS verkefnið og rukka fullt af fyrirtækjum fyrir auglýsingar í dag! Ekki það skemmtilegasta sem ég geri en hvað gerir maður ekki fyrir tælandsferð??

Planið er að setja ferðasögur og svoleiðis inná bloggið þannig að foreldrar okkar og viti að við séum enn á lífi og við góða heilsu... og svo setjum við kannski inn myndir bara svona til að gera alla sem eru heima á Íslandi öfundsjúka!!!

Það er stórskrítið að vera bara allt í einu búin með skólann og vera að fara í þessa útskriftarferð sem er búin að vera á planinu síðan í september!! Vúhú....

Engin ummæli: