þriðjudagur, mars 15, 2005

Shit hvað það er kalt úti... er ekki verið að grínast með þetta!! Ég fraus næstum því föst við stýrið á leiðinni í verknámið í morgun (-9 gráður á mælinum þarna uppí sveit heima hjá mér).

Annars fór ég í endajaxlatöku í gær, hún tók bara einn og ég er bara búin að vera svona ansi hress á eftir, fór meira að segja að kenna leikfimi uppá Reykjalundi strax eftir tannsa, gleymdi reyndar að taka tillit til þess að deyfingin var ekki farin þegar ég ákvað að ég finndi ekki fyrir neinu og gæti því alveg kennt tímann... ég var orðin ansi aum þegar ég kom heim og eyddi gærkvöldinu að mestu í að sofa. Í dag er ég hins vegar bara búin að vera spræk og er reddí í næstu törn sem er á næsta mánudag því þá ætlar hún að taka tvo til viðbótar.

Placido Domingo tónleikarnir voru geðveikir, nema hljómburðurinn var ömurlegur en annars bara rosalega skemmtilegir tónleikar, þeir bestu sem ég hef farið á held ég bara. Varð ekki vör við neitt umferðaröngþveiti...

1 ummæli:

Guðný sagði...

já, þessi endajaxlataka er sko ekkert mál... ég var farin að háma í mig nammi í gær sem bendir til þess að ég hafi verið komin í upprunalegt form í kjálkanum!