laugardagur, mars 19, 2005

Ég var ekkert smá dugleg í gær, skellti mér í rætina eftir verknám og fór svo líka í sund. Þegar ég kom heim tók ég til og þvoði nokkrar vélar, þreif, eldaði og "dul"kóðaði fullt af spurningalistum. Samt hafði ég líka tíma til að horfa á sjónvarpið og kjafta og hanga í tölvunni. Það þyrftu að koma fleiri svona dagar...

Er í vinnunni núna og er svo að fara í bústað í Svignaskarði strax eftir vinnu að hitta elsku bestu bekkjarfélaga mína. Þarf svo að keyra í bæinn í fyrramálið til að fara að vinna... gaman, gaman!

Engin ummæli: