fimmtudagur, mars 10, 2005
Það er strax kominn fimmtudagur... hef ekki hugmynd um hvað varð um vikuna. Búið að vera nóg að gera í verknámi, BS og vinnunni og ég sé ekki fram á neina breytingu þar á. Helgin er fullplönuð, á morgun er ég að fara að þjóna í kokteilboði hjá lhtækni (verð að læra að segja nei!), svo Idolpartý um kvöldið. Á laugardaginn er árshátíð Reykjalundar og á sunnudaginn er ég að fara í fermingarveislu og Placido Domingo tónleika. Svo þarf ég að lesa alveg helling um helgina fyrir verknámið og helst líka fyrir BS, sé samt ekki alveg fram á að komast yfir þetta allt. Á mánudaginn á svo að rífa úr mér endajaxlana og mér skilst að það sé ekkert svo skemmtilegt!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli