fimmtudagur, mars 03, 2005

Ég var orðin leið á að hafa þetta svona svart svo ég ákvað að breyta um bakgrunn. Svo hef ég ekki hugmynd um hvernig ég setti inn þessa "skemmtilegu" mynd af mér (gerði kannski einhver annar það??) þannig að ef einhver kann að breyta um mynd þá eru leiðbeiningar vel þegnar!

Er að fara til Borgarinnar núna að æfa skemmtiatriði og kannski halda upp á bjórafmælið finnst við klikkuðum á því um daginn... Árshátíðin er á laugardaginn og 4. árið er auðvitað þekkt fyrir að vera með bestu skemmtiatriðin svo við getum ekki farið að bregða út af vananum svona á síðustu árshátíðinni! Svo er líka vinnuhelgi framundan og þá verður slökkvuliðsmaður marsmánaðar tekinn út...

1 ummæli:

Guðný sagði...

Já, vá!!! Klikkaði algjörlega á nammibindindinu... var svo æst að ég mundi ekki einu sinni eftir bjórnum! Við höldum bara upp á þetta á árshátíðinni ;o)