Núna er ég byrjuð í verknámi á SLF, þar verð ég með fötluð börn og unglinga í meðferð. Það sefnir allt í það að ég verði ansi blaut sýnist mér, verð í sundlauginni oft á dag. Alla vega þá byrjar verknámið bara nokkuð vel en það er erfitt að vakna svona snemma og ekki nóg með það heldur er líka skítkalt á morgnana! Börnin eru samt voða sæt og skemmtileg og við erum að leika allan daginn!
p.s. Hafiði tekið eftir því hvað daginn er farið að lengja?
p.p.s. Hafiði tekið eftir því hvað veðrið í Mos. er alltaf miklu verra en í Rvk?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli