mánudagur, mars 07, 2005

Árshátíðin var á laugardagskvöldið, rosa stuð og allir sem ég þekki skemmtu sér konunglega. Ég varð ekki vör við neina skandala (en ég er reyndar svo ótrúlega saklaus að ég tek aldrei eftir neinu!). Maturinn var æði, ágætis trúbadorar, DJ Latsi er líka alltaf jafn góður og það var mikið dansað, alla vega er ég enn þá að drepast í fótunum. Svo er ég líka með hálsbólgu aldarinnar, nota tækifærið og bið alla sem voru nálægir afsökunar ef ég var að syngja!!! Annars var ég bara að vinna um helgina og mætti auðvitað fersk á sunnudaginn.

Vika 2 í verknámi er byrjuð og ég er svona að byrja að komast inní hlutina. Held að næstu 8 vikurnar eigi eftir að verða mjög fljótar að líða. Svo þurfum við Ella að fara að vinna niðurstöðurnar í BS verkefninu, við erum reyndar ekki komnar með nærri því alla listana enn þá. Vildi að það væri kominn 21. maí!!

Engin ummæli: