mánudagur, janúar 03, 2005

Jæja, þá get ég glatt ykkur með þeim fréttum að ég er komin til landsins! Hafði það bara voðalega gott úti í Englandi yfir jólin og áramótin þrátt fyrir smá kulda:) Lambakjötið mitt gerði líka mikla lukku um áramótin!

Ég fékk fullt af rosafínum jólagjöfum og hélt jól nr. 2 í kvöld þegar ég opnaði alla pakkana frá fjölskyldunni.

Stjörnuspáin mín fyrir 2005 sagði að þetta yrði mjög ævintýralegt ár, mikið um ferðalög og rómans!! Mér til mikillar ánægju get ég líka tilkynnt að ég er að fara til Ameríku 4. febrúar, nánar tiltekið til Knoxville. Ég og mamma erum að fara að heimsækja frænku okkar sem býr þar. Þetta verður örugglega eitthvað skrautlegt ef tekið er mið af heppni minni á ferðalögum því við þurfum að millilenda alla vega 3 á leiðinni og ég er fræg fyrir það að fluginu seinki eða það sé eitthvað annað vesen þegar ég ferðast! Svo er spurning hvort við förum eitthvað til Tælands í útskriftarferð eins og til stóð, förum alla vega ekki til Phuket!

Annars er nú bara B.S. verkefnavinna að fara á fullt og svo bara vinna á Reykjalundi og uppí Visa. Ég var nokkuð öflug og las einar 5 greinar um grindarverki í jólafríinu! Það er alltaf jafn erfitt að hafa sig af stað á morgnana eftir jólafríið!

Engin ummæli: