Ég fór á Híbýli vindanna í Borgarleikhúsinu gær, það var voða gaman en kannski í það lengsta samt, t.d. var kona að fæða barn og atriðið var örugglega 10 mínútur og allan þann tíma lá konan þarna á gólfinu æpandi... þetta hefði mátt vera svona 9 mínútum styttra!
En anyway, ég hef aldrei gert nein áramótaheiti en var að spá í að byrja kannski á því núna... þetta myndi þá líta svona út:
1. Að vera komin í bikiníhæft ástand (þetta er viljandi haft ómælanlegt markmið) fyrir 21.maí og viðhalda því út árið.
2. Að útskrifast úr HÍ með 8,5 eða hærri einkunn fyrir lok júní.
3. Byrja að vinna sem sjúkraþjálfari í júní.
4. Ferðast til a.m.k 3 heimsálfa á árinu.
5. Hætta að vinna hjá Visa í síðasta lagi í maí.
Held ég láti þetta bara duga... þarf að fara að lesa greinar fyrir BS!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli