sunnudagur, janúar 09, 2005

Ég hata tölvur... alltaf eitthvað vesen með þær! Ég er alltof óþolinmóð til að vinna við svona tæki! Er í vinnunni núna, tölvan leiðinleg, ég er að frjósa úr kulda, ekkert að gera og mér bara hundleiðist! Langar á skíði.
Annars var ég að skoða netið og fékk þá skemmtilegu hugdettu að veggfóðra alla veggi heima hjá mér með myndum eftir Yann-Arthus Bertrand! Alla vega taka einn stóran vegg og vera með stóra, flotta mynd sem þekur hann allan, veit hins vegar ekki hvernig ég ætla að framkvæma þetta! Ég kann ekki einu sinni að skipta um kló á innstungu, hvað þá að veggfóðra heilu veggina eða parketleggja, kannski ég bara skelli sér á DIY námskeið!



Engin ummæli: