Ég var að lesa DV uppí vinnu um helgina og þar var opna með 1o bestu aðferðunum til að grennast. Nr. 1 á blaði var fitusog og nr.2 gastric bypass...líkamsrækt var nr. 5! Það er ekki í lagi með þá sem dettur í hug að birta þetta! Restin af blaðinu fjallaði um Hákon Eydal, maðurinn er náttla ekki heill á geði, skil ekki hvað þeir eru að pæla þarna niðrá DV!
Annars var ég nú bara nokkuð dugleg í dag, fór uppá Reykjalund að æfa!! Já, gott fólk - undur og stórmerki hafa gerst! Þetta byrjaði allt voðalega vel, ég var ein í salnum með útvarpið í botni og skellti mér á brettið... 10 mínútum síðar var ég orðin blá í framan en af því að ég var búin að ákveða að hlaupa í 20 mín þá gat ég ekki farið að hætta svo ég hélt bara áfram... eftir aðrar 10 mínútur var ég orðin glær í framan, með brjálaðan sinadrátt í kálfanum og um það bil að líða yfir mig! Ég er sem sagt officially í lélegu formi og verð að fara að gera eitthvað í málinu. Dugnaði mínum lauk þó ekki þarna því ég fór góðan hring í salnum á mettíma og var svo með ofaní í vatnsleikfiminni... var búin að gleyma hvað þetta er sniðugt! Kom heim og mokaði tröppurnar og leiðina að útidyrahurðinni minni sem var þakin með ca 1m snjólagi. Og by the way ef einhver ætlar að koma í heimsókn þá mæli ég sterklega með mannbroddum í tröppunum!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli