föstudagur, september 10, 2004

Ég er búin að komast að því hvers vegna gatnamál í borginni eru í rugli... það er vegna þess að Íslendingar kunna ekki að keyra!! Ég er búin að sjá a.m.k. 1 árekstur á dag frá 1. sept, þetta er orðið það slæmt að mig er farið að dreyma árekstra, í fyrrinótt dreymdi mig árekstra aftur og aftur og þetta voru bara svona smá klessur einhverjar en þetta geriðst allt svona slow motion, ég horfði á bílana nálgast og lenda hver á öðrum og sá hvernig þeir beygluðust smám saman...
T.d. er það alveg fáránlegt að það er gjörsamlega ómögulegt að skilja eftir smá bil á milli bíla í morguntraffíkinni á Ártúnsbrekkunni því þá treður einhver sér inn í röðina þótt svo að það sé sko alls ekkert pláss fyrir heilan bíl þarna á milli! Ótrúlegt hvað fólk er að swinga á milli akreina á nokkra sekúndu fresti af því að hin akreinin gengur örlítið hraðar. LEGGIÐ FYRR AF STAÐ, TAKK FYRIR!!! Í gær var ég svo á leið heim úr skólanum um hádegisbilið og var á gatnamótunum á Kringlumýrarbraut og Miklubraut (sem eru náttúrulega fáránlegust gatnamót borgarinnar og ég myndi með glöðu geði rífa einhverja blokk og borga fullt af sköttum til að koma fyrir almennilegum mislægum gatnamótum). Ég var sem sagt fremst að bíða á rauðu á Miklubrautinni, svo kemur rautt á hina en þeir keyra auðvitað yfir þar til það er komið rautt þannig að þeir sem eru að bíða eftir að beygja úti á miðri götu komst hvergi fyrr en það er komið grænt á hina. Nema hvað að í gær eru gatnamótin búin að hreinsast (enda löngu komið grænt á mig) svo umferðin leggur af stað þá kemur allt í einu einhver kelling sem ætlar að beygja af Kringlumýrarbraut á Miklubraut og keyrir út á götuna á full swing svo ég flauta duglega á hana og þá lítur kellan upp og skilur bara ekki neitt í neinu og fannst ég greinilega vera með einhverja frekju og yfirgang að voga mér að flauta á hana þar sem hún ætlaði að keyra yfir á eld, eldrauðu ljósi... Ekki nema von að það verði árekstrar þegar svona fólk er á götunum.
Sorry, ég er þá búin að dæla þessum pirringi mínum yfir ykkur en þetta getur bara endalaust farið í taugarnar á mér!!

2 ummæli:

Sibba sagði...

Maður fer bara í ham eftir svona þrumuræðu (",)

Guðný sagði...

Já, ég var alveg að tapa mér:) Ég held að þetta hafi verið leið egósins til að losna við einhverjar ómeðvitaðar hvatir frá iddinu!! haha