þriðjudagur, september 14, 2004

Líkamsvitund...

Ég var í verklegum tíma í geðsjúkraþjálfun í dag og við vorum að fara í líkamsvitund. Mjög skondnar æfingar og ég hafði ekki mikla trú á þessu fyrir tímann en verð samt að viðurkenna að tímainn var ótrúlega góður. Þetta er örugglega mjög hjálplegt fyrir þennan hóp... svona streeeeeeeeeeeeeeeeee, slepp æfingar :o) Ekki það að ég ætli að fara að leggja þetta fyrir mig, kom bara á óvart að þetta er ekki eins mikið bull og ég hélt.

Annars er ég nú bara búin að vera nokkuð dugleg í ræktinni, næsta skrefið er að hætta að borða nammi, ég er allt of mikill nautnaseggur!!

David er í Kandersteg, er eitthvað aðeins að vinna og svo bara að labba upp á fjöll, væri ég til í að vera þar núna, það var víst svo gott veður í gær að allir sólbrunnu en það var 0° hiti á mælinum hjá mér í morgun!! Ég bíð bara spennt eftir útskriftarferðinni... Tæland here I come

Engin ummæli: