laugardagur, júní 05, 2004
Á leiðinni út til Englands stíg ég inn í flugvélina og kemst að því að sætið mitt er fyrir aftan hurðina svo ég hafði stórt fótapláss og var mjög glöð með þetta allt saman þar til ég rek augun í það að fólkið í hinum sætunum er FEITASTA FÓLKIÐ Í VÉLINNI!!!! Þetta átti eftir að verða algjör martröð því konan sem sat við hliðina á mér var með svo brjálæðislega feit læri að hún gat ekki sett niður dótið sem er á milli sætanna heldur lá það einhvern vegin ofan á lærinu á henni sem var svo algjörlega límt við mig!! OJ. Ég var orðin sveitt á lærinu af því að vera klínd upp við feitu konuna. Jæja, svo kemur maturinn og þá uppgvötva ég að það er auðvitað ekkert borð á sætinu fyrir framan heldur var borðið mitt í arminum á sætinu svona eins og í háskólabíó. Vandamálið var bara það að þar sem að armurinn hinum megin var ekki alveg niðri útaf feitu konunni var barasta ekki hægt að leggja borðið mitt alveg niður heldur hallaði það út á hlið einhvern veginn allan tímann svo ég þurfti að halda á matnum og drykkjunum allan tímann og gat aldrei sleppt því þar sem að allt hefði rúllað út á gólf. Ekki nóg með það heldur ætluðu flugfreyjurnar aldrei að geta xxxx til að taka matinn þegar búið var að borða heldur þurfti ég að sitja með matinn og allt í fanginu í hálftíma áður en þær komu til að taka draslið! Á þessu stigi málsins var ég orðin mjög pirruð og búin að missa alla trú á flugfreyjunum hjá Flugleiðum. Svo kom að því að feita konan ætlaði á klósettið og viti menn hún gat ekki staðið upp þvi hún var barasta svei mér þá föst í sætinu. Ég hélt ég myndi springa úr hlátri þegar hún loksins skaust upp úr sætinu á fullri ferð:) Maðurinn sem sat hinum megin við ganginn vorkenndi mér svo mikið að hann gaf mér diet kók, uppáhaldið mitt:):) Ég var að spá hvort það mætti ekki breyta reglunum þannig að hver farþegi má vera með 100 kg í vélinni þannig að ef einhver er 60kg þá mætti hann taka 40 kg í farangur en ef þú ert 100kg þá þarftu að fá þér 2 sæti!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli