miðvikudagur, júní 09, 2004

Ég er byrjuð að vinna á Reykjalundi og er enn þá að komast inn í þetta allt saman, þetta hefur annars bara farið rólega af stað og ég sé fyrir mér að þetta verði óvenju rólegt og easy going sumar miðað við 3 síðustu sumur hjá Visa. Annars hefði ég nú alveg verið til í að vera svolítið lengur úti í Englandi og er að hugsa um að kíkja út í ágúst áður en skólinn byrjar.

Fór á nýjustu Harry Potter myndina um daginn og fannst hún bara ansi góð en þar er greinilegt að það er kominn nýr leikstjóri og það var marg ólíkt fyrri myndunum. Svo tók ég Mona Lisa Smile á video um daginn og hún var líka ágæt.

Framundan hjá mér er svo frænkukvöld á föstudaginn þar sem við frænkurnar ætlum að hittast, borða saman og skella okkur svo í bæinn. Svo er það bara vinna uppí Visa alla helgina...

Engin ummæli: