Verknámið er bara búið!!! Síðasti dagurinn var í dag, svakalega fljótt að líða enda búið að vera skemmtilegt. Ég, Tóta og Linda vorum allar þrjár dregnar út í sundlaug og hent útí... ég var sem betur fer með aukaföt með mér og Tóta líka en Linda varð að vera í hvítum fötum það sem eftir var dagsins, mjög sjúkraliðaleg og fín:) Ég er ekki frá því að ég eigi bara eftir að sakna allra á Grensás!!
Ég fór svo beint að skúra leikskólann og svo heim að þvo og þrífa,því ÉG ER AÐ FARA TIL ENGLANDS Á MORGUN:) Það var því ekki seinna vænna en að fara að þvo það sem ég ætla að taka með mér. Ég var að kíkja á veðurspána og það er spáð 20 stiga hita og yfir á morgun og föstudaginn svo ég er að pakka hlírabolum, bikiní og sólgleraugum.
David er búinn að vera í heimsókn hjá skóla úti í sambandi við framhaldsnámið og var í viðtali í dag og fékk að vita að þeir vilja bara ólmir fá hann til sín þannig að það lítur út fyrir að hann verði úti að læra næsta vetur en samt á fullu kaupi... ef þetta væri nú svona gott hérna heima!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli