sunnudagur, maí 23, 2004

Vorhreingerning!!!!!

Ég er formlega byrjuð á vorhreingerningunni, byrjaði í dag á að þrífa alla íbúðina almennilega og þreif líka gluggana að utan og innan. Næst á dagskrá er eldhúsið sem veitir sko ekki af að taka í gegn! Ég ætla að klára að taka allt í gegn áður en sumarvinnan byrjar.

Á morgun eru 4.árs nemar með kynningu á BS verkefnunum sínum svo við fáum frí í verknáminu:) Ég ætla að drífa mig í leikfimi í fyrramálið og svo á bolafund áður en kynningin byrjar. Svo þarf ég að skúra leikskólann á morgun og næstu daga þar til ég fer út... jibbbííí

Engin ummæli: