laugardagur, desember 27, 2003

Jább.... ég er enn á lífi!!!

Ég er bara búin að vera rosalega löt við að setjast fyrir framan tölvuna og skrifa en það stendur allt til bóta!! Ég er sem sagt flutt í kjallarann og búin að koma mér ágætlega fyrir þar. Kláraði prófin í­ lok október og fór þá í verknám á LSH Hringbraut sem var mjög skemmtilegt og ég fékk mikið að gera. Var einn mánuð á krabbameinsdeild og lýta- og brunadeildinni og svo var ég einn mánuð á sængurkvenna og meðgöngudeildinni. Ég fékk að fylgjast með alls konar aðgerðum og fleiru skemmtilegu:) Svo var ég líka að vinna alveg á milljón í desember þegar allir voru í­ prófum, bæði hjá Visa og að skúra leikskólann. Núna um jólin er ég svo búin að hafa það rosalega gott, búin að borða yfir mig og ætla ekki á vigtina í a.m.k. mánuð!! Ég man ekki eftir að hafa verið í svona löngu frí­i um jólin í mörg ár, engin próf og leiðindi til að eyðileggja fríið :)

Núna bíð ég bara spennt eftir útsölunum... eins gott að vera búinn að redda heimildinni á Visa þegar þær byrja því­ ég ætla sko að versla og versla!

Ef þið hafið einhvern tíma verið að velta fyrir ykkur hvaða "stjörnu" ég myndi giftast þá þurfið þið ekki að örvænta því niðurstaðan er komin:

uu
Elijah Wood
Please rate this quiz I worked hard on it thanks
and I hope that you had fun


What Celebirty are you going to MARRY?!(14 outcomes with pics for anyone)
brought to you by Quizilla

Engin ummæli: