þriðjudagur, september 16, 2003

Vá hvað ég er löt við þetta!!

Það hefur svo sem ekkert markvert drifið á daga mína að undanförnu!! Nema þá að á laugardaginn síðasta var busun í skólanum, byrjaði með partýi hjá Tótu og svo farið á Felix þar sem maður fékk að líta busagreyin augu! Þetta var svaka stuð.

Biggi og Helga eru enn að gera nýju íbúðina flotta en flytja kannski um næstu helgi... can't wait:)

Í dag hélt ég áfram að eyða peningum, keypti mér eldhúsborð og stóla, svo sá ég líka þessa fínu uppþvottavél sem er auðvitað möst á hverju heimili. Ég var nefnilega búin að sætta mig við að hún kæmist bara alls ekki fyrir en svo sá ég í dag að það eru til þessar fínu "míní" uppþvottavélar sem er auðvitað algjör snilld...

Skólinn er svo líka kominn alveg á milljón þannig að það er víst kominn tími á að byrja að lesa alveg á fullu því prófin byrja eftir 4 vikur!! Skólinn nýbyrjaður og strax að koma próf!! En það er svo sem hið besta mál því eftir prófin förum við í verknám fram að jólum sem þýðir að í fysta skipti síðan í 10 ára bekk eða svo verð ég ekki að læra fyrir próf allan desember. JIBBÍÍÍÍ

Engin ummæli: