sunnudagur, apríl 05, 2009

Halló skralló

Fyrst af öllu... frétt af mbl.is

Ölvuð undir stýri og með barn á brjósti

Nítján ára áströlsk stúlka var handtekinn í bænum Alice Springs í gærdag fyrir ölvunarakstur. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að konan sem hafði rétt áður naumlega náð að afstýra árekstri við lögreglubílinn var með barn sitt á brjósti undir stýri.Að sögn lögreglu bæjarins var konan svo drukkin að henni tókst ekki að gefa öndunarsýni. Hún var auk þess á óskráðu og ótryggðu ökutæki. Konunni var sleppt úr haldi eftir að hún greiddi tryggingu. Hún á að mæta fyrir rétt síðar í mánuðinum.


Hvað vill fólk veðja uppá að þetta hafi verið aboriginal kona (eða frumbyggi eins og það myndi kallast á íslensku)???? Myndi veðja húsinu mínu ef ég ætti það!

En nóg um það...

Hér í Englandi er bara allt gott að frétta... síðasta vika er sem betur fer búin en þá vann ég langa daga alla vikuna, var lögð af stað útúr húsi 6.15 að venju og komin heim kl 21... þetta var svo toppað með því að á föstudaginn þegar ég hætti snemma... eða kl 17 þá tók ég lestina til Wimbledon eins og alltaf nema hvað að þar var allt stútfullt af löggum og dyrnar á lestinni opnuðust ekki! Eftir nokkra bið opnuðust dyrnar og löggurnar öskruðu á alla að drífa sig beint upp og út úr lestarstöðinni sem var búið að loka... Ég var ekki með neina inneign á símanum þannig að ég stóð þarna eins og illa gerður hlutur og hafði ekki grænan guðmund um hvernig ég myndi komast á Clapham Junction þar sem engar lestir voru í gangi... eftir smá umhugsun var það eina sem mér datt í hug að taka undergroundinn til waterloo og lestina heim þaðan... komst til waterloo eftir 30 mín í underground... þar tók svo við annað kaos þar sem allar lestir voru alltof seinar og engin leið að spyrja neinn að neinu... en alla vega án frekara blaðurs þá var ég 4 klst á leðinni heim þennan daginn, allt af því að einhver bjáni ákvað að hoppa í veg fyrir lest! Var ekki sátt!!!

Bíð nú spennt eftir páskafríinu þótt svo að það séu engin plön um að gera neitt skemmtilegt svo sem... en alltaf gott að vera í fríi.

Síðast en ekki síst höfum við David ákveðið að sumrinu verður eytt á Íslandi!! Ætlum að koma heim í lok maí og vera fram í september einhvern tíma (svona er líf kennarans... endalaus frí!!) En nei nei ég verð að vinna og David verður annað hvort að vinna eða læra íslensku... það á eftir að koma í ljós! Hlakka bara til að koma heim!!

Over and out í bili, farið vel með ykkur...
Guðný

3 ummæli:

Spólan sagði...

Ohhh vesen smesen alltaf með þessar lestar! Er komin í sama pakkann, reyndar aðeins um klst í hvora átt og suma daga vikunnar get ég hjólað... svona virkar þetta í útlandish! :o)
Öfunda ykkur nú pínu af að vera heima á Íslandi í sumar... kannski maður kíki á ykkur og skelli sér í svo sem eina eða tvær fjallgöngur??? Hljómar það ekki bara fínt?
Knús og klemmsi

Alexandra sagði...

hahah, vá hvað þetta var einhvað biturt blogg, allt útaf einhverjum bjána sem ákvað að hoppa fyrir lest,, piff.. :P
gott þú komst allvegana heim :D

Guðný sagði...

Hehe... já, ég var frekar pissed þegar ég skrifaði þetta... til að toppa það þá beið ég í 50 mín eftir lestinni í gær sem varð til þess að ég missti auðvitað af tengingunum og kom heim seint og um síðir (aftur af því að einhver hoppaði fyrir lest.. þetta er greinilega algengara en ég áttaði mig á). Í dag var svo búið að cancela þessari sömu lest útaf bilun... var samt bara 30 lengur á leðinni heim en venjulega... en samt!!!

Ólöf... líst ekkert smá vel á fjallgöngu í sumar, hlakka geggjað til að sjá þig!!!