sunnudagur, apríl 19, 2009

Fréttaupdate

Frá Englandi er bara allt gott að frétta... höfðum það rosa gott um páskana í rólegheitum! Á fimmtudaginn er svo von á mömmu í heimsókn og er ýmislegt á planinu, meðal annars að búa til boðskort og svo auðvitað skoða hina ýmsu staði og sennilega búðir líka:)
Var að uppgvötva að það eru kostningar um næstu helgi, ég bara hafði ekki hugmynd hvenær þessar kostningar eru... veit ekki hvort ég næ að fara að kjósa eða ekki þar sem sendiráðið er bara opið 9-4 eða eitthvað álíka! Ég hins vegar legg af stað í vinnuna kl 6.15 og kem heim uppúr 9 á kvöldin þannig að sé ekki hvernig ég treð inn ferð þangað nema að ég fari á fimmtudaginn áður en mamma kemur því þá er ég í fríi, verst að það tekur örugglega hátt í 2 tíma að ferðast í þetta sendiráð og sama heim!

Verð reyndar í fríi í rúma viku!!! Vinnan er nefnilega að flytja... úr tennis akademíu Lundúna í Sutton og yfir til Wallington... sem þýðir sennilega að það mun taka mig 10 mín lengri tíma að fara í og úr vinnu... húrra fyrir því! EN... kvarta ekki mikið þar sem ég á bara eftir að vinna 2 vikur á nýja staðnum og svo er ég hætt! Þeir sem sagt plötuðu mig í að vera aðeins lengur en uppsagnarfresturinn minn rann út síðasta föstudag þannig að ég verð mánuði lengur en upphaflega var planað... í staðin borga þeir mér laun fyrir 2 klukkutímana sem það tekur mig að fara í vinnuna og 2 klst sem tekur að fara heim úr vinnunni! Vinnuvikan mín verður þar með orðin 68 klst þessar síðustu 2 vikur... maður verður að raka inn pundunum til að færa þau svo yfir í krónur!

Komum svo til Íslands 19 maí og hlakka til að vera á Íslandi í allt sumar:) 3 heilir mánuðir amk!
Læt svo fylgja með 2 fyndnar myndir sem við tókum í sparifatadeildinni í Debenhams um daginn... hahhahaha! Fyrri myndin er frekar ógnvekjandi, gæti verið norn í einhverju ævintýri!!










1 ummæli:

ÍsBirna sagði...

ohhhhh.. ég gleymi alveg að kíkja á blogg!!! Og ánægð að sjá að þið verðið heima í sumar!!
Hlakka til a sjá ykkur!!