föstudagur, febrúar 22, 2008

Kuldi

Já það er byrjað að kólna hérna í WA enda fer að koma haust:) Hitinn búinn að vera í kringum 27 gráðurnar alla síðustu viku. Í dag er 29 stiga hiti en einhverra hluta vegna er mér skítkalt og er komin í síðbuxur og peysu í fyrsta skipti síðan við fluttum! Kannski er þetta eitthvað sálrænt sem tengist lærdómi að vera kalt þar sem ég er búin að sitja sveitt yfir bókum í gærkvöldi og í morgun... eða ekki sveitt þar sem mér er skítkalt.... anyways...

Var í skólanum í gær og kennararnir voru að fara yfir lesefnið og skipulagið í síðnum kúrsum etc og það má segja að stressfactorin hafi rokið upp um 300% eða svo. En mér líst alveg rosalega vel á þetta, þetta verður mega töff en skemmtilegt. Margir kennararnir eru búnir að útbúa eigin "reader" og í anatómíunni er hann svona eins og 500 síður framan og aftaná auk þess sem við erum með tvær bækur! Svo í verklegum tímum verður að mæta í hvítum slopp og lokuðum skóm ef sek kynni við myndum missa hnífana etc... hahah. Ég er að fíla anatómíukennarann í tætlur, hún klæðir sig svona eins og dæmigerður íslenskur menntaskólanemi úr MH og er alveg mega húmoristi! Í MS Practice kúrsinum erum við komin með mega mikið lestrarefni, þúsundir blaðsíðna af greinum fyrir utan aðferðir og það. Erum komin með heimalærdóm og skólinn er ekki einu sinni byrjaður! Stuð! Svo ekki sé minnst á rannsóknarverkefnið og meðfylgjandi kúrsa eins og rannsóknaraðferðir og tölfræði! Jibbí kóla!

Anywho... ætla ekki að drepa ykkur úr leiðindum með kvarti um að það þurfi að læra.... til þess kom ég nú hingað! Dagurinn í dag fer í lærdóm en á morgun er bekkurinn að hittast og á sunnudaginn erum við jafnvel að spá í að fara útí Rottnest... kemur í ljós.

Þangað til næst farið vel með ykkur!!!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ertu að gera grín að MH Guðný mín? :P

gaman gaman fyrir þig að læra svona mikið.. skelliru ekki í eina íslensku ritgerð um gísla sögu fyrir mig i leiðinni? :P

kv.alexandra alvitra

Guðný sagði...

Já, mér munar nú ekkert um að skella í eina ritgerð... bara ef hún væri um eitthvað annað en gíslasögu... las hana í 10.bekk og þótt svo að það sé auðvitað bara stutt síðan ég kláraði hann þá er ég eitthvað aðeins byrjuð að ryðga í þessu hehe

ÍsBirna sagði...

Vá - mikið les!! En hljómar vel!! Hvað eruð þið að gera með hnífa í anatómíunni?? Eruð þið að stinga í hvort annað?? ;)

Guðný sagði...

Við erum að fara að kryfja:) Veit ekki alveg hvernig því verður háttað en fysti verklegi anatómíutíminn er á miðvikudaginn... verður fróðlegt... þetta er á svo allt öðrum level en heima, sterílar anatómíustofur takk fyrir... ekkert verið að skella bara líkamshlutum upp á borð eins og maður er vanur!

Nafnlaus sagði...

Hihi, engir svartir ruslapokar á borðum og voila.....eitt stykki handleggur.
Gangi þér rosa vel.
Kveðja,
Sibba