Vinnan
Eins og við var að búast var fyrsta vikan í vinnunni frekar bissí... var með nýjan á hálftímafresti í 10 klst báða dagana. Á þessum hálftíma þarf maður að skoða viðkomandi og skrifa nótu til læknisins sem er föxuð samdægurs... Seinni dagurinn var auðveldari en sá fyrri, var búin að setja mig í stellingar kl 9.00. Helsti gallinn er auðvitað ferðatíminn í og úr vinnu... ég legg af stað kl 6.30 til að byrja að vinna kl 9... þetta er auðvitað bara rugl! Á mánudaginn missti ég svo af lestinni heim, þurfti að bíða í hálftíma og var ekki komin heim fyrr en yfir 10 um kvöldið, var svo mætt aftur útá lestarstöð 6.30 morguninn eftir!! Maður endist ekki lengi í þessu held ég en vinnan sjálf er fín og mér líst mjög vel á samstarfsfólkið!! Í næstu viku bæti ég þriðja langa deginum við og spurning hvort ég lengi svo bara þá daga eða bæti við fjórða degi, sjáum til! Er að skoða með að gista í London frá mánudegi til þriðjudags, kemur allt í ljós! Er samt fegin að hafa bara gert 3 mán samning en ekki varanlegan... þótt svo að vinnan sé fín þá er lífið of stutt til að eyða því í lest!!!
En það er voða næs að vera með svona frídaga inní miðri viku, er búin að sofa út, labba niðrí bæ og alls konar í dag :)
Segi þetta bara gott af mér í bili... Guðný
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Vá brjálað að gera hja þér Guðný mín!! er þetta einkastofa þá eða spítali,,, hvernig skjólstæðinga ertu með? tell more !!!
knús tóta
já sko mína!! Bara byrjuð að blogga aftur!! Ánægð með þig, gríslingur ég að rekast hingað inn!
Þetta hljómar ansi hektískt!! En þú ert nú jaxl... En þetta er já ansi langur tími til að eyða í lest... Bíð spennt eins og tóta að heyra nánar um sjúllana og fleira..
Skrifa ummæli